
Dr. Roxana Elena Cziker
Sérfræðingur PH.D.
Sjónskerðing, sjónskynjun og sjónúrvinnsla
RÁÐGJÖF • GREINING • ENDURHÆFING
George C. Lichtenberg,
„Ég get ekki sagt hvort hlutirnir muni batna ef breytingar verða; það sem ég get sagt er að þeir verða að breytast ef þeir eiga að batna.“
UM MIG
Ég lauk BS gráðu í sálkennslufræðum fyrir fólk með fötlun með áherslu á sjónskerðingu við "Babes-Bolyai" háskólinn í Cluj-Napoca Rúmeníu. Ég hef mastergráðu í stjórnun, ráðgjöf og sál-kennslufræðilegri aðstoð við stofnun án aðgreiningar. Ég hlaut doktorsgráðu í sálfræði (2007) við "Babes-Bolyai" háskólann í Cluj-Napoca og í heilsuvísindum (2010) við Læknisfræði-og Lyfjaháskólann "Iuliu Hatieganu" Cluj-Napoca. Ég útkrifaðist með framhaldsháskólagráðu í sjónfræði árið 2012 frá Tækniháskóla, Búkarest, Rúmeníu.
Ég hef áratuga reynslu af þróun og innleiðingu aðferða við sjónmat og endurhæfingarþjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna með sjónskerðingu, heilatengda sjónskerðingu, og hömlun á sjónskynjun og úrvinnslu vegna heilaskaða í Rúmeníu, Frakklandi og á Íslandi.
Ég er með mikla reynslu í vísinda rannsóknum og fræðslu-, félags-, sálfræði-, rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum innan áætlana Evrópusambandsins eins og Horizon 2020, Erasmus Plus og Lifelong Learning. Frekari upplýsingar má finna í ferilskrá hér.
Félagsaðild:
-
Sálfræðingafélag Rúmeníu (sjá meðfylgjandi alþjóðlega vottun).
-
Behavioral Optometry Academy Foundation.
-
European Academy of Optometry and Optics.
-
The Neuroscience Academy
-
Fulltrúi Íslands COST Action - NET4Age-Friendly verkefni - Meðstjórnandi vinnuhóps "User-centred inclusive design of age-friendly environments and communities".
-
Félag Kvenna í Atvinnulífinu FKA.
-
American Educational Research Association.

FYRIR HVERN
Þjónustan er fyrir fólk sem upplifir erfiðleika við að nota starfræna sjón og sjónúrvinnslu til að skilgreina og skilja sjónrænar upplýsingar t.d. þekkja hluti og fólk, lesa og skrifa, þekkja kennileiti til að átta sig í rými, skipuleggja persónulegt umhverfi, íþróttaþátttaka o.s.fr.:
-
Börn og unglingar með meðfæddan heilaskaða.
-
Fólk með sjónskerðingu.
-
Börn, unglingar og fullorðnir með heilaskaða vegna heilahristings, heilablóðfalls, höfuðáverka t.d. vegna íþrótta, slys o.s.fr.
-
Börn, unglingar og fullorðnir með ADHD.
-
Fólk með lesblindu.
-
Fólk með aðrar læknisfræðilegar ástæður sem trufla sjónkerfi heilans (upplýsingaflæði, túlkun og úrvinnslu).

ÞJÓNUSTA
Ég bíð upp á þjónustu svo sem skimun, sjón- og sjónúrvinnslumat, sjónræna þjálfun og endurhæfingar fyrir fólk með hömlun á sjónskynjun og sjónúrvinnslu vegna heilskaða eða annarra aðstæðna sem hafa áhrif á virkni heilans.

Sjónskynjun og úrvinnsla eru skilgreind sem hæfileiki sjónkerfisins til að sjá, flytja, skipuleggja og túlka sjónrænar upplifanir og upplýsingar, með öllum eiginleikum umhverfisins: lit, stærð, lögun, vídd, hreyfingu o.s.frv. Það endurspeglar færni sem nauðsinleg er til að framkvæma meira en 60% daglegra athafna.
VERÐSKRÁ
Verð á klukkustund: kr. 20.000
Þjónusta
-
Fyrsta viðtalið og skimun - 1 klst.
-
Endurhæfingaráætlun - 30 mínútur til 1 klst. Uppbygging og fjöldi endurhæfingarlota er ákvörðuð út frá þörfum einstaklings.
Önnur þjónusta
-
Hagnýtt sjónmat - 2 til 3 skipti, 1klst. í senn. Fjöldi er ákvarðaður út frá þörfum hvers og eins - kr. 30.000
-
Endurmat - 1 til 2 skipti, 1 klst. í senn - kr. 25.000
-
Skýrsla sem inniheldur niðurstöður sjónmats – kr. 25.000
-
Mánaðargjald stafrænnar endurhæfingar – kr. 7.000
-
Mat á vinnu- og heimilisaðstæðum og ráðgjöf – kr. 30.000