top of page

STARFRÆNT MAT

Starfrænt mat er byggt upp á gagnreyndri matsnálgun með viðurkenndum mat- og athugunartækjum sem varpa ljósi á starfræna sjón hjá fólki með hömlun á sjónskynjun og úrvinnslu vegna heilaskaða og annarra læknisfræðilegra aðstæðna sem hafa áhrif á sjónkerfið. 

Lagðar eru til mismunandi matsaðferðir í samræmi við aldur, þroskastig, læknisfræðilega greiningu og stöðu einstaklings:

  • Athugun á sjónvirkni fyrir fólk sem á í erfiðleikum við að notast við munnleg samskipti eða eru með þroskahömlun.

  • Mat á starfrænni sjón, sjónskynjun og úrvinnslu.

Starfrænu mati er deilt í tvö til þrjú skipti eftir færni og úthaldi. Áætlaður tími fyrir hvert skipti er í kringum 60 mínútur.

Starfrænt mat er í fimm hlutum:

  • Augnhreyfingar athugaðar hvernig einstaklingur notar sjónræna færni til að skanna og leita eftir upplýsingum.

  • Sjónskynjun er metin út frá sjónskerpu, sjónsviði, aðlögun í nálægð og fjarlægð, litasjón og litaandstæðum, dýptaskynjun o.s.frv. 

  • Hreyfiskynjun er metin út frá getu til að greina hluti á hreyfingu, t.d í umferðinni og átta sig í rými o.s.fv.

  • Efsta stig sjónúrvinnslu eins og viðbragðstími, hæfni til að bera kennsl á hluti og myndir, greina form og bakgrunn, sjónrænt minni og sjónræn athygli, rýmisskynjun, sjón- og heyrnarsamhæfingu o.s.frv.

  • Starfræn sjón athuga sjónnýtingu einstaklings í daglegu lífi.

Niðurstöðurnar eru notaðar til að setja upp endurhæfingaráætlun, auðvelda verkefni daglegs lífs, aðlögun námsefnis og umhverfis o.s.frv. til að styðja við sjálfstæði og lífsgæði einstaklings.

bottom of page